23.4.08

bíó

Miðvikudagar eru krakkadagar. Ég átti morguninn en hann fór eingöngu í vinnuna, ekkert í námið.
Eftir hádegi fór ég svo með börnin í bíó að sjá þessa sérdeilis ágætu mynd. Ef þið nennið að horfa á stiklurnar úr myndinni er þar m.a. hið fínasta hopp og hælum slegið saman. Samt er þetta ekki dans- og söngvamynd. Bara falleg kvikmyndatónlist á bak við stanlaust fjör og töluvert spennandi kafla. Þau voru bæði komin upp í fangið á mér í lokin og Kári var smá stund að jafna sig, bað um að fá að horfa á eitthvað fallegt. Hann fékk þó ekki að glápa meira heldur gerðist móðirin svo myndarleg að fara og kaupa sandala á þau í stóru ódýru íþróttabúðinni. Það var ekki seinna vænna, allt var að klárast. Hér er engin kreppa. Og reyndar get ég leyft mér að efast um íslenska kreppu líka. Er þetta kannski bara aðallega fjölmiðlafár?

Lifið í friði.