væl sem ekki skal taka of alvarlega því það gæti reynst hættulegt heilsu minni
Ég skal alveg viðurkenna að ég væli stundum (les: oft) út af náminu bæði hér á Alnetinu og við vinkonur mínar sem emja undan hljóðlýsingum og tækniorðum eins og viðskeyti líkt og ég sé að tala um snáka og loðnar kóngulær.En ég held ég myndi ekki væla í kennaranum svona rétt fyrir próf eins og gert var í síðasta tímanum í beyg og morði sem ég hlustaði á rétt í þessu. Ég er sammála kennaranum: "nám á að vera erfitt, annars er það ekki að skila neinu". Ég held að allt of margir íslenskir námsmenn (þar á meðal ég) hafi komist allt allt allt of létt frá grunn- og framhaldsskólanámi og séu sérlega illa undirbúin undir háskólanámið beint. Hörkuna hef ég náttúrulega frá hinum ógurlega skóla lífsins sem ég hef stundað af krafti töluvert lengur en þessi börn í tímanum.
Lifið í friði.
<< Home