25.4.08

fyrirtækjaraunir

Ég lenti í því tvisvar um daginn að fá ruslpóst frá sjálfri mér. Þetta voru bréf um einhverjar netverslanir eða lyf, ég man það ekki svo obboðslega gjörla.
Og um daginn fékk ég bréf frá konu sem baðst afsökunar á því að hafa aldrei svarað mér í febrúar, en bréfin frá mér höfðu lent í ruslinu án þess að hún tæki eftir því.
Í dag fékk ég svar frá manni sem ég sendi bréfkorn í gær og í fyrirsögn bréfsins (subjectinu, hvað er það á íslensku?) stendur Spam: Spam: á undan fyrirsögninni sem ég hafði sett.

Þetta veldur forstjóra fyrirtækisins parisardaman.com miklum áhyggjum. Ætli margir séu að fá alvöru ruslpóst frá mér? Er netfangið mitt orðið ruslpóstasendir án þess að ég fái rönd við reist?

Lifið í friði.