22.4.08

truflun

Fyrst grét barn sáran einhvers staðar úti og fullorðna konan sem var með barninu missti sig gersamlega, öskraði stjórnlaust og svo skelltist hurð og þögnin helltist aftur yfir hverfið. Mér leið mjög illa.

Svo upphófust mikil læti á 3. hæð. Unglingsstrákurinn sem var búinn að vera að æfa sig á rafmagnsgítarinn í miklum ham fyrr í dag, hljóðfræðistúdínunni til mikillar gleði, hóf að öskra á pabbann sem öskraði a.m.k. jafnhátt til baka. Samt er íbúðin þeirra bara jafnstór minni, tæpir 70m2.

Nú er allt með kyrrum kjörum en ég er með kvíðahnút í maganum. Mig langar út í sólina. En ég ætla að vera dugleg. Ég ætla að vera dugleg. Ég ætla að vera dugleg og til þess verð ég að vera duglegri en ég er búin að vera í dag. Ég ætla að verða duglegri. Ég ætla að verða duglegri.

Kerfisbundin greining samhljóða í hljóðön.

Lifið í friði.