31.3.08

mánudagshádegi

Það sækir að mér kvíði. Ég veit ekki hvað ég á að gera, hvað ég á að velja, hvernig ég á að fara að hverju. Svo er maður bara magnvana gagnvart erfiðleikum og þrautum fólksins í kringum sig. Og svo er ég sársvöng en langar ekki í neitt. Og svo er dimmt hérna inni af því það er dimmt úti. Og svo er ekki hægt að hlusta á skólaupptökur síðustu viku.
Spurning hvort ég fari og plaffi niður neysluhyggjurottur í næsta molli, eða hvort ég leggist undir teppi með kakó og þykka kennslubók og dotti yfir henni. Já, kannski viturlegra það síðarnefnda. Börnin þurfa jú á móður sinni að halda eitthvað áfram. Ekki langar mig að verða viðfangsefni í uppáhaldssjónvarpsþáttunum mínum um undarlega glæpi.

Lifið í friði.