21.2.08

pollýönnumst dálítið

Í nótt þurfti ég tvisvar að setja dóttur mína í sturtu. Í fyrra skiptið vaknaði hún í hægðum sínum, í það síðara í ælu sinni. Hún er veikluleg og kúgast dálítið en aðallega gengur þetta niður af henni.
Við leggjum af stað héðan upp úr hálftólf á morgun. Hún byrjaði að kvarta um í maganum kl. 18 í gær, þetta ætti því að vera að mestu búið kl. 18 í kvöld og hún hefur þá tæpa 18 tíma til að jafna sig áður en við förum út á hraðbrautina.

Eittt hef ég uppgötvað í þessari magapestarmartröð: Magapestir eru ekki umhverfisvænar, hér gengur þvottavélin á háum hita og mikið þarf að skola og sturta niður. Ég sé enga aðra leið en bara spandera vatni og bakteríueyðandi efnum í svona ástandi.

Lifið í friði.