18.2.08

kirsuberjatréð

Kirsuberjatréð við innganginn á blokkinni minni er farið að blómstra. Það finnst mér bera vott um kurteisi og gott uppeldi þessa litla trés og gætu tré annars staðar tekið sér það til fyrirmyndar. Ég hefði getað hangið út um gluggann og dáðst að örsmáum blómunum tímunum saman í dag (ég á sko að vera að vinna skólaverkefni) en sá galli er á gjöf Njarðar að einmitt núna er verið að saga í sundur gangstéttina okkar hérna svo mun girnilegri kostur er að hafa alla glugga vel lokaða, helst hlerana líka, og halda sig í bakherbergjum. Það er nú meira hvað þetta innflutta vinnuafl er óalið, gátu þeir ekki beðið þangað til smáborgarar götunnar væru komnir í vetrarfríið sem byrjar í næstu viku?

Lifið í friði.