18.2.08

vegir tæknigyðjunnar

eru órannsakanlegir:

Í morgun hafði ég fyrir því að hlunkast hingað upp á mína blessuðu 5. hæð með PC vina minna. Svo fór ég inn á Ugluna og sótti skjalið og reyndi að hlaða inn hljóðskránni og ekkert gerðist, bara villuskilaboð. Þá ákvað ég af minni alkunnu þrjósku að prófa í minni eigin fínu MacBook og viti menn, þar get ég hlustað og m.a.s. sett á pásu og spólað til baka.
Mér fannst ég endilega verða að láta heiminn vita af þessu, hvers vegna veit ég reyndar alls ekki og er nokkuð viss um að þið yppið nú öxlum og hugsið... ekki neitt...

En ef ykkur vantar heilaörvandi efni, getið þið litið við hjá Rafauga sem vitnar í Göring í dag.

Einu sinni voru til menn sem höfðu völd en gátu samt verið heiðarlegir.

Lifið í friði.