zapping de l'année
Eftir þrjár klukkustundir af myndbrotum úr sjónvarpinu frá árinu sem er að líða er ég nokkuð sannfærð um að líf mitt er blekking.Hér er allt í fokki, spilling sem tengist ríkustu köllunum (sem verða stöðugt ríkari og ríkari) og stjórnmálamönnum og felur í sér vopnasölu, olíubrask og annan viðbjóð á meðan ástandið hríðversnar í lægstu stéttunum og allt er að fara í bál og brand.
Fyrir utan pólitíkina er þetta svo afskræmt þotulið með rassa og brjóst út í loftið og plebbar í raunveruleikaþáttum.
Stundum er ég hissa á sjálfri mér fyrir að horfa ekki lengur á sjónvarp, en þegar ég sé þetta svona í einum hrærigraut er ég nokkuð sátt við þá þróun. Miklu betra að vera bara úti í garði með börnunum og finnast allt í lagi. Eða hvað?
Lifið í friði.
<< Home