bestu plöturnar 2007
Við börnin ræddum yfir hádegismatnum í einlægni um álit okkar á plötunum sem hér er hlustað á og höfum komist að niðurstöðu um bestu plötur ársins:Plata ársins er, þriðja árið í röð, Dýrin í Hálsaskógi. Á eftir koma Contes et Chansons, Silfurkórinn (hefur verið mikið spilaður nú á aðventunni) og Eniga Meniga.
Ef einhverjum finnst klént að hér skuli ekki vera boðið upp á nýtt efni, er viðkomandi bent á að í netheimum er líklega að finna um þrjú þúsund bestu plötur ársins lista nú þegar og ekki líklegt að þeim muni fækka á næstu dögum.
Við erum farin í bíó.
Lifið í friði.
<< Home