11.10.07

tónlist í harðan disk

Ég er að pæla, er hægt að kaupa svona lítinn fallegan (straumlínulagaðir og fínir samkvæmt pakkningum) utanáliggjandi harðan disk sem yrði eingöngu nýttur til þess að hlaða allri tónlistinni minni á? Er þá ekkert mál að setja iTunes eða eitthvað annað inn á hann til að taka við því og stjórna spilun?
Ég verð að losa hillupláss, þetta er hætt að vera fyndið. Og helst dettur mér í hug að kópíera alla diskana okkar og setja þá svo í fallega (ekki straumlínulagaða þó) kassa niður í geymslu.
Ha? Er þetta möguleiki? Er þetta eitthvað sem fólk gerir? Er þetta kannski Feng Sjúí í þokkabót? Hvað þarf stóran disk fyrir 5 Benno-turna?

Lifið í friði.