tjáningarvandamál
Ég er raddlaus.Ekki hás, ekki rám.
RaddLAUS.
Týndi röddinni minni í einhverri skítapest.
Þó ég hati sjálfsvorkunn er ég svolítið í þeim gír einmitt núna. Sjálfsvorkunn er einmitt það sem maður á að stunda ef maður vill vera veikur og einn, sjálfsvorkunn er örugg leið til mislukkaðs lífs. Þess vegna forðast ég að leyfa mér að detta ofan í þann pytt. En stundum bresta einfaldlega allir varnargarðar og fyrr en varir er maður kominn á bólakaf.
Bara að skrifa þetta fær mig til að líða aðeins betur.
Hef ég einhvern tímann sagt að þessi bloggsíða væri gefandi? Að ég veitti úr mínum viskubrunni yfir sárþyrstar leitandi sálir? Ónei. Ég held ekki. Þessi bloggsíða mun frekar tæki fyrir mig til að misnota aðra. Koma með spurningar og fá svör. Fá vorkunn þegar mér finnst ég þurfa, klapp á bakið þegar mér finnst ég eiga það skilið. Þetta er kannski ekki viðeigandi en svona er ég nú illa innrætt.
Getur einhver komið og kviksett mig? Ég lofa að þykjast vera dauð allan tímann.
Lifið í friði.
<< Home