leikföng II
Ég hafði ekki kíkt á Katrínu Önnu í smá tíma, einfaldlega vegna þess að ég verð alltaf svo þreytt þegar ég fer til hennar því athugasemdirnar eru svo ömurlegar. Hún er sem sagt sú sem ég var að vísa til um daginn þegar ég sagðist ekki skilja í fólki sem reynir að frelsa aumingjana.Hún er með jafngildi 2000 orða um nákvæmlega það sem ég var að tala um í morgun.
Er þetta hægt? Mér finnst það ekki. En ég hef samt enga lausn og tel eftir sem áður vandann alls ekki liggja hjá auglýsingagerðarfólkinu heldur fólkinu sem býr til þessar vörur. Ekki kínversku þrælunum heldur fjárfestunum sem láta búa til þessar vörur.
Ég var að fara í gegnum myndir í gær, heldur betur kominn tími til að standa við það sem ég lofaði sjálfri mér þegar ég keypti stafræna vél, að prenta reglulega út, og þar rakst ég á skemmtilega mynd sem mun koma hingað inn síðar í dag.
Djöfull eruð þið óheppin, ég er bæði að vinna þýðingu og tvö skólaverkefni hérna kriss og kross. Kjöraðstæður til að blogga aðeins of mikið.
Lifið í friði.
<< Home