17.10.07

þegar ég var elítan

Ég hef sjaldan orðið eins hissa og daginn sem vinkona mín rifjaði það upp að þegar hún kom til Parísar var henni sagt að hún yrði að komast í partý til Kristínar, að tékkað yrði á því fyrir hana hvort hún mætti ekki örugglega koma með, og allt þetta var hvíslað. Á Íslendingakvöldi á Kitty O'Shea.

Mín eigin upplifun á sömu aðstæðum var að ég bauð öllum sem nenntu að halda áfram í partý. Ég bjó í stórri íbúð og var partýljón og mér leist hreint ekki svo illa á að vera í hlutverki félagsheimilisforstöðukonunnar í París.

Ég var miður mín yfir því að hluti af hópnum sem kom ekki með í partý, kom ekki af því þeim var víst ekki boðið. Ég var miður mín yfir því að hafa verið einhvers konar elíta. Einhver trendí pía sem fólk var hálfhrætt við. Það var síst af öllu hlutverkið sem ég var að leika.

Svona getur manni mistekist leikurinn stundum.

Kannski veit elítufólk aldrei af því að það er elíta og kannski er einmitt hrunið úr elítuflokknum falið í því að verða meðvitaður um að tilheyra henni?

Æ, þegiðu og drekktu rjómann þinn!

Lifið í friði.