20.3.07

um sáttmálann

Ég vil aftur minna á sáttmálann og koma að þeirri leiðréttingu að ekki er nauðsynlegt að fara í gegnum "innskráningu". Nóg er að smella á SKRIFA UNDIR og fylla svo samviskusamlega út alla reiti þar. Ef þú býrð ekki á Íslandi, skaltu bara velja þér póstnúmerið á staðnum sem þig dreymir oftast um, staðnum þar sem þú helst vildir vera í 20 stiga hita og hlýrri golu með ilmandi nýslegið gras í kringum þig.

Einhverjir harðir græningjar virðast vera hikandi gagnvart sáttmálanum. Ég endurtek það sem Guðný segir í athugasemd hér fyrir neðan: Ef þú ert sammála, skrifaðu þá undir. Annað skiptir engu máli.

Ég veit alveg að sumir dyggir lesendur og góðir bloggvinir eru ekki sammála mér. Þau eru ekki verri menn í mínum huga, síður en svo. Það er allt í lagi að vera ósammála. Ég veit ekkert af hverju ég er á móti stóriðju, virkjunum, framleiðslu, iðnaði, peningagróða, vöxtum, vaxtavöxtum, þenslu, bólgu, eyðslu. Ég veit það ekki en ég er hrædd við öll þessi orð, þau valda mér ugg. Mig dreymir um nýslegið gras, fífur á eyri, gott ferskt loft og heilbrigt fólk. Sem helst skortir ekki neitt, og, það sem er ennþá betra, því líður ekki eins og það vanti samt eitthvað.
Ég er draumóramanneskja en þú líka.

Lifið í friði.

Efnisorð: