seinvirk en prúð
Ég hef örugglega sagt ykkur frá því að einhvern tímann var þessi umsögn skrifuð í einkunnabókina mína. Mig minnir að það hafi verið í Myndlistarskóla Reykjavíkur.Og nú var ég loksins að bæta inn tengli á hana Elmu að austan sem ég hef lesið um þó nokkurn tíma og stundum langað mikið til að senda henni athugasemd, til dæmis þegar hún bloggaði á frönsku um tíma með glæsibrag, en ég mun aldrei, ég segi og skrifa, aldrei, skrá mig á moggabloggið.
Elma var í einum af fyrstu hópunum mínum hér í París og höfum við alltaf haldið örlitlu sambandi, skrifast á svona við og við, en ég held að nú sé ansi langt um liðið. Það breytir því þó ekki að mér þykir ákaflega vænt um að hafa haldið sambandi við hana, enda var hópurinn hennar einn sá ógleymanlegasti, ég tók nefninlega algerlega óreynd á móti, tja, hvað voru þær nú aftur margar... áreiðanlega um 50 húsmæður í orlofi að austan. Frábær stemning, frábært veður, frábær hópur. Langt langt síðan og nú veit ég svo miklu miklu meira að stundum óska ég þess að ég gæti heyrt hvað ég var eiginlega að bulla þarna í denn. Alveg eins og mig langar svo ógurlega mikið að heyra í mér þegar ég var að bögglast við frönskuna hérna fyrstu árin.
Svo, til að halda jafnvægi milli karla og kvenna á listanum, bætti ég prakkaranum Jóni Steinari frænda mínum sem er jafn mikill dóni og Elma að blogga í gegnum Moggann en fær þó að vera með þar sem hann er svo góður maður. Ég uppgötvaði hann í gegnum Davíð sem ráðleggur okkur að lesa sögu prakkarans af þorskastríðinu. Ég er ekki enn búin að hlýða því en ætla að gera það fljótlega (þetta er ég farin að segja um allt of marga hluti).
Nú er ég aftur stokkin, ekki hrokkin.
Lifið í friði.
<< Home