fullt hús
Hér er margmenni og nóg að gerast svo ég fæ engan frið til að eyða tíma í bloggheimum.Ég var næstum því búin að fá tengdadóttur annarrar bloggdrottningar í gistingu en hún fór annað, ég er með aðra skylmingastúlku hér á gólfinu hjá mér. Hún er grönn og fyrirferðarlítil en sefur á risastórri rafuppblásinni dýnu sem tekur alla stofuna. Á morgnana þegar við stingum dýnunni í gang og hún flest út og er brotin saman og sett inn í herbergi finnst mér stofan mín stór og rúmgóð. Ég er harðákveðin í að kaupa mér svona dýnu, þetta er sniðugasta gestarúm sem ég hef séð, svona fyrir fólk sem fékk gefins sófa sem var ekki svefnsófi.
Af hverju er ég að skrifa þetta hingað inn? Af því að með því að þykjast vera að vinna í tölvunni slepp ég við að hengja upp þvottinn sem móðir mín og skylmingastúlkan eru að hengja upp hér fyrir framan mig.
Djöfull er ég dívíus og sniðug.
Lifið í friði.
<< Home