25.1.07

moggafletting

Eftir hraðflettingu á Mogga síðasta laugardags hef ég þetta að segja:

Það er kona í svörtum brúðarkjól á einum stað og maður í hvítum brúgðumafötum á öðrum.

Enn kemur ekkert svar frá leikhúsrýnum eftir frábæra grein í Lesbókinni 6. janúar. Sú grein er eftir konuna sem skapaði og leikstýrði sýningunni Þjóðarsálin í reiðhöll nokkurri fyrr í vetur. Því miður er ég ekki lengur með blaðið þar sem ég vildi dreifa boðskapnum og man hvorki nafn konunnar góðu né reiðhallarinnar.
Þegar ég hóf lesturinn í flugvél á leið til Danmerkur fór fyrst um mig einhvers konar kjánahrollur. Ó, nei. Sár listamaður að svara lélegri gagnrýni. En þessi grein var svo miklu miklu meira en það og gersamlega yfir einhver sárindi hafin. Vel skrifuð og útpæld. Mig langar í þessa grein aftur. Og mig langar að biðja ykkur öll sem hafið snefil af áhuga á einum af eftirtöldum málaflokkum: leiklist, list og tilgangi hennar eða fordómum í garð fatlaðra, að lesa þessa grein. Ég ætlaði að vera búin að benda á þetta fyrir löngu síðan en tíminn rennur mér úr greipum hraðar en hönd á festir (hey, má maður leika sér á fimmtudagsmorgni?).

Lifið í friði.