16.1.07

sko!

Fyrirsögnin er tengill í grein eftir Sigríði Pétursdóttur a.k.a. Sigga Kvika. Þetta er góð grein sem Árni Sigfússon svaraði víst í bréfi til Sigríðar. En hvað svo? Er framsýni bannorð hjá íslenskum ráðamönnum?

Annars var Danmerkurferðin fín tilbreyting og gott að hitta vinkonu sína eftir met-aðskilnað eða 1 og 1/2 ár. Sem við reyndar trúðum varla því eins og allir sem eiga góðan vin vita þarf ekki endilega að sjást til að elska og finna fyrir.

Á leiðinni heim fékk ég þær fréttir að gamli maðurinn á jarðhæðinni hafði dáið um nóttina. Það er alltaf erfitt að missa, jafnvel þó vitað sé að lífið sem hann hefði átt hefði gengið út á geislameðferðir og þjáningu.
Erfiðast er að horfa nú upp á konuna hans, hún er vitanlega miður sín enda voru þau sérlega samrýmd og eiga enga fjölskyldu. Hún er nú alein þó við séum öll hérna fyrir hana.

Lifið í friði.