9.1.07

EITT

Sú eina sem svaraði mér varðandi herstöðina var hún Eva norn, Reykvísk sápa heitir tengillinn á hana.
Hennar svar var eins og mig grunaði, að ekkert væri rætt opinberlega um þetta mál.
Líklega er íslenska ríkisstjórnin enn að sleikja sárin eins og kona sem er yfirgefin af manni. Það þarf smá tíma til að jafna sig á niðurlægingunni áður en hægt er að fara aftur að lifa lífinu.
Málið er að þarna stendur þetta tilbúna þorp og nú þegar hafa orðið skemmdir upp á stórar fjárhæðir út af vatnslögnum og frosti.
Er ekki betra að taka ákvörðun áður en fleira fer að skemmast og liggur ekki í augum uppi að þetta þorp er tilvalið að nota í hinn ofursvelta málaflokk "menning og listir"?
Verður herstöðin ekki örugglega menningar- og listamiðstöð? Aðstaða fyrir kvikmyndagerðarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda, listmálara, félagsfræðinga, heimspekinga, stærðfræðinga... Er ekki augljóst að gömul herstöð er fullkominn vettvangur fyrir hugsun og sköpun?

Ég er kannski draumóramanneskja en við erum fleiri og dag einn munt þú koma í mitt lið líka.

Lifið í friði.