græn
Hvar var ég að lesa eitthvað um orðið grænn fyrir nokkrum mánuðum? Og hverjir höfðu skrifað lærðar greinar um orðið grænn?Einhvern veginn er ég með Þorstein Gylfason í kollinum, eitthvað í sambandi við orð og orðskilning, en finnst sem hann hafi verið að vitna í eða þýða einhvern annan, Chomsky? Kristeva?
Ég hlýt annað hvort að hafa lesið eitthvað í Lesbókinni um þetta eða á vísindavefnum (sem ég les ekki oft en festist stundum þar inni ef ég kíki á eitthvað).
Alla vega var fjallað um að lýsingarorðið grænn væri varhugavert þar sem það hefði tvær þýðingar, annars vegar liturinn sjálfur, staðreyndin að eitthvað er grænt eins og gras og hins vegar að vera nýgræðingur, óreynd. Gott ef ekki var búin til setning sem við fyrstu sýn var absúrd, en hægt var að finna meiningu í með þessari meðvitund um margræðni orðanna.
Ansans, hvað það fer í taugarnar á mér að muna þetta ekki almennilega.
Því ég hugsaði strax og ég las að mikið vatn hefði runnið til sjávar á stuttum tíma, ég er næstum sannfærð um að flestir sem lásu fyrirsögnina tengdu pistilinn við umhverfisvernd. Er það rangt hjá mér?
Ef einhver getur bent mér á það hvað ég er nákvæmlega að tala um, er það fullkomlega leyfilegt. Ef ekki skiptir það ekki nokkru einasta máli, ég er ekkert að fara að skrifa lærða grein.
Ég er svo í lokin með eina spurningu varðandi myndagátuna sem reyndist svo létt að ég hef alveg getað leyst hana með athyglissjúk börnin yfir mér, tók þó þrjár atrennur sem er góð aukning frá því í fyrra. Ég vil bara vera viss um að í gátunni sé lausn einnar myndarinnar um-þ-ess
Ég er búin að ákveða að senda inn lausnir bæði á mynda- og krossgátunni og ef svo undarlega vill til að ég vinn ætla ég að láta ágóðann renna til grænna mála, umhverfisverndar.
Lifið í friði.
<< Home