23.11.06

vínskólanámskeið og Mokka

Tékkið á vínskólanum (sjá tengil undir LYST hér til hliðar). Fullt af námskeiðum á næstunni, t.d. er ólífuolíusmökkun í ostabúðinni á Skólavörðustíg nk. fimmtudagskvöld. Einhverjum gæti þótt það undarlegt að vínskólar séu að ræða um olíur en mér finnst það afar viðeigandi og blæs á gagnrýni. Mér finnst ólífuolíusmökkun hljóma mjög spennandi, hefur stundum langað í búðina sem gengið er framhjá á rue Vieille du Temple í Mýrartúrnum mínum. Þar er manni boðið að smakka áður en keypt er en ég hef aldrei þorað því ég er alls enginn connaisseur í ólífuolíum.

Ég ætla að vera á Mokka frá ca. 16 á mánudag og við sjáum til hverjir vilja og geta komið þá eða síðar. Þið megið alveg láta mig vita hvort þið ætlið ykkur að koma og þá ca. klukkan hvað. Annars má líka koma óvænt, það er allt í lagi og engum verður hent út.

Má maður ekki alveg sletta latínu svona?

Annars er maður bara hress og kát, enda veðrið öllu þolanlegra. Ég fór í bæinn í dag en missti móðinn eftir smá tíma með börnin í búðum og fór heim.
Og nú ætla ég í sund.

Mér finnst tíminn vera hið versta skrímsli núna, líður sem renni ég fótskriðu í átt að brottför. Hvað þarf maður eiginlega að vera lengi í fríi á landinu sínu gamla til að fá gersamlega nóg? Tvö ár?

Lifið í friði.