8.11.06

Hugleikur í Þjóðleikhúskjallaranum fyrst

Mér lýst afskaplega vel á það að mæta í Þjóðleikhúskjallarann (sjá athugasemdir að neðan). Frekar fúlt að Eyja er á Hvanneyri, en það verður annar Mokkahittingur síðar og þá verður Eyja að komast.
Allir aðrir eru velkomnir að mæta í menninguna í Þjóðleikhúskjallaranum og koma og setjast við borðið hjá mér (er þetta ekki annars þannig?) eða gefa sig að mér að fyrra bragði því ég get lofað ykkur því að ég þekki engan í sjón nema einmitt Hildigunni, Jón Lárus, Eyju, Gumma og svo náttúrulega heiðarlega útivinnandi fyrrverandi Parísarsveininn Einar sem ég vona að sjái sér fært að mæta, en það var fyrir hann sem hittingurinn var færður til kvölds. Þó þið séuð með myndir á síðum ykkar sum hver er öruggt mál að ég þekki ykkur ekki ég er með andlitsblindu á alvarlegu stigi.
Svo er ráð að fara á Mokka í heitt súkkulaði með rjóma á eftir, eða hvað? Þá geta þau sem ekki sjá sér fært að mæta á slaginu átta hitt okkur hin þar.
Hvað er dagskráin löng? Verður að þegja? Geta bloggarar þagað? Kemur einhver frægur?
Ferlega er þetta orðið spennandi allt saman og skemmtilegt. Það er nú aldeilis gaman að vera til á Íslandi í sól og sjó... nei ég meina snjó.

Varðandi þjóðmálin, innflytjendamálið stóra til dæmis, hef ég eiginlega ekkert að segja annað en að fólk er fífl nema sumir.

Lifið í friði.