7.11.06

mokka

Nú er ég búin að vera á Íslandi í ca fjóra daga og allar vinkonurnar örugglega orðanar sárreiðar út í mig því ég hef ekki haft samband við neinn. Föstudagurinn fór í ofsaþreytu, laugardagurinn í smá útréttingar og svo var boð frá fimm til níu sem entist til tvö og varð til þess að sunnudagurinn er ekki til í mínu lífi. Ég held ég hafi ekki haft aðra eins timburmenn árum saman, höfuðverkurinn ætlaði bara ekki að hverfa þrátt fyrir lambalæri og annað góðgæti ásamt góðum slatta af parkódíni, íbúfeni og öðrum viðbjóði. En í þessu boði komst ég að því að ég á snilling fyrir frænda og get lofað ykkur því að að þið eigið eftir að heyra í honum í framtíðinni. Annað úr boðinu er væntanlega ekki prenthæft...
EN, ég fer í sund á hverjum degi með börnin sem eru jafnsæl og ég með þann hluta Íslandsferða. Og á fimmtudagskvöldið ætla ég að setjast niður á Mokka, Hildigunnur ætlar að koma. Einhverjir fleiri? Ég verð þar upp úr átta.

Lifið í friði.