20.11.06

skýin

Þegar við vorum að koma að landi hátt uppi á himninum sigldu falleg og freistandi ský undir flugvélinni. Dóttir mín leit á mig afar sposk á svip og hvíslaði: Bráðum, þegar ég verð stór, ætla ég að fara og sitja á svona skýi. Brosið var einhvern veginn montblandað og móðurhjartað kramdist og ég svaraði henni klökk að það skyldi hún gera.
Hvers vegna missa stúlkur síðar þessa ótakmörkuðu trú á sjálfum sér, á fegurð sinni og getu?

Lifið í friði.