nú hugsa ég og hugsa
Eins gott að ég hugsi ekki hausinn af mér.Farfugl: Þú getur sungið Piaf á íslensku. Textarnir voru alltaf á síðu þjóðleikhússins og m.a.s. hljóðdæmi líka. Kommon, go girl!
Eða bara tvær úr tungunum og sagt að hin sé þarna í anda!
ÉG er hins vegar farin að láta mig dreyma um að þetta x-factor (hvað í helvítinu þýðir það?) komi til Frakklands líka og þá get ég mætt, nema náttúrulega að þetta verði alvöru samsæri og áheyrnarprófin verði í nóvember. Ég þarf að komast að þessu, dálítið erfitt að fylgjast með svona dóti þegar maður horfir ekki á sjónvarp. Þið Frakklandsbúar sem lesið mig (ég veit að það eru einhverjir) megið láta mig vita. Verst að ég myndi líklega stofna hjónabandi mínu í hættu, en heimsfrægðin hlýtur að krefjast fórna og ég er tilbúin til þess að beygja mig undir það.
Annars er ég bara með höfuðverk og kaffið nær ekki að hrista hann úr mér.
Það má halda áfram að setja tillögur í orðabelginn sem fylgir pistlinum um allt sem ég ætla að gera á Íslandi í nóvember, eða hér við þennan pistil. Ég fer á Thorvaldsen með Farfuglinum, ætli það sé karókíbar? er svoleiðis á Íslandi?
Munið að ég hef einn mánuð og ég á marga vini, enginn þeirra bloggar, fá þeirra setja athugasemdir hér og þá oftast undir dulnefnum eða nafnlaust. Ég er umkringd hóp spéhræddra einstaklinga en þau hlakka samt til að hitta mig og vilja eyða tíma með mér, í raunheimum. Þetta er til þeirra: Er kampavínspartý ákveðið?
Best að koma liðinu í föt, má ekki vera of seinn í skólann.
Lifið í friði.
<< Home