5.10.06

Londres

Þá er ég komin með miða til London. Fram og til baka, fimm tímar í lest, hræðilega löng göng sem tekur víst "bara" hálftíma að renna í gegn um, EF lestin stoppar ekkert. Ég ætti kannski að fara til læknis og fá léttróandi töflur? Var ég svona áður? Nei. Þetta er ný tilfinning, ég var kannski smá svona klostró en ekkert í líkingu við það sem ég er í dag.
En til London skal ég komast og verð að fá heimilisfang og nafn á bestu bókabúðinni. Ég verð í tímapressu þar sem ég ætla að gista á sama stað og fótboltakonurnar og það virðist mér vera einhvers staðar á hjara veraldar, langt langt langt frá miðbænum. Borgar sig ekki samt að taka subway alveg á endastöð og svo taxi þaðan?
Ég hlakka til. Það er fáránlega langt síðan ég var þarna síðast og þegar ég var að skoða subway kortið áðan fannst mér þetta svo skemmtilega dulafullt, brennandi eikur og svona. Útlenskt. Frakkland er því miður hætt að vera útlenskt. Eða er orðið kannski framandi? Það er a.m.k. orðið framorðið. Farin að ná í krógana.

Lifið í friði.