vandinn
er sá að maður skilur hvað þau meina, maður leiðréttir setninguna í huganum.En ómögulega orðalagið stendur samt þarna, á skjánum, og greypist að einhverju leyti í hugann. Sjónminni mitt er sterkt.
Þetta er af mbl.is í dag:
"Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík virðist sem ökumaðurinn hafi fipast við aksturinn, en væntanlega var bifreiðinni ekið of hratt og sveigt oft á milli akreina, þannig að hann rekst utan í annan bíl og kastast í gagnstæða átt, það er fyrir umferð sem ekið er suður Kringlumýrarbraut."
Mér finnst þetta orðið frekar alvarlegt mál og ég veit að ég er ekki ein.
Ég reyni að lifa samkvæmt reglunni að ef ég nenni ekki að gera eitthvað vel, sé betra að sleppa því. Ég glími náttúrulega iðulega við það að finnast ég vera að gera allt til hálfs og ekkert vel, en ég reyni þó alltaf að gera mitt besta. Eru þau að reyna það á þessum vefmiðlum? Ef svo er, vorkenni ég þeim.
Lifið í friði.
<< Home