ein spurning
Hvaðan kemur þetta: "já þú meinar?"Ég kippist alltaf við þegar Íslendingar segja þetta við mig, það hefur ekki brugðist núna í tja, mánuð eða meira að allir nota þetta. Hver er það sem hefur svona mikil áhrif? Er þetta úr grínþætti eða er þetta einhver spjallþáttastjóri?
Annars fer þetta ekkert í taugarnar á mér, alls ekki, bara forvitin því mér finnst þetta hafa byrjað svo skarpt og undarlegt að heyra þetta í hvert einasta skipti sem ég geng með hóp.
Lifið í friði.
<< Home