24.10.06

léttir

Ég var eiginlega farin að kvíða heimkomu. Langar að sjá Mýrina en fer í taugarnar á mér miðaverðið. Langar að sjá Börn en missi líklega af þeim. Langar að gera svo margt og hitta svo marga og veit að ég fer aftur frústreruð út og veit líka að það er fáránlegt að kvíða því áður en farið er af stað í ferðina. En þannig er ég. Kvíðin og áhyggjufull.
En þegar ég les lýsingar af hörkufrosti sé ég mig alveg í anda rjóða í kinnum eftir ókeypis Laugavegsandlitsnudd og hlakka ekkert smá til að nota loksins húfuna sem falleg íslensk kona prjónaði og gaf mér í haust. Og fínu vettlingana sem vinkona mín prjónaði. Og trefilinn sem önnur vinkona prjónaði. Og vera í ullarsokkum og stórum skóm.
Kannski bara hætti ég að kvíða og fer alveg að snarhlakka til í staðinn.

Lifið í friði.