15.10.06

afmæliskortið

Þetta fékk ég frá Sólrúnu á afmælisdaginn:

afmæliskort

Í pökkunum undir voru DVD-diskar, uppáhalds franska grínmyndin mín Les aventures du Rabbi Jacob og Desperate Housewifes, sería 2. Ég naut þess ágætlega að horfa á DH í fangi mannsins míns. Við eigum eftir að horfa á Rabbi Jacob, sem ég hef séð svo oft að ég hef ekki tölu á því en hlakka samt til að sjá enn einu sinni. Ég held að þetta hljóti að vera stærsti leiksigur Louis de Funès, sem var þó alltaf góður. Svo voru líka miðar í leikhús. Við hjónin förum að sjá Endatafl eftir Samuel Beckett á föstudaginn. Það var mjög skrýtið að ég var búin að sjá auglýsingar og hugsa með mér að mig langaði. Svona leynir kallinn á sér stundum.

En best þykir mér þó kortið. Það trónir hér í draslaralegri billyhillunni í svefnherberginu og í hvert skipti sem ég sé það kremst hjarta mitt örlítið. Ég fer ekki ofan af því: Að eignast börn er hámark sjálfselskunnar. Bévað puð og allt það en samt...

Lifið í friði.