heiður himinn en ekkert hengirúm
Sem ég hlusta á Þórdísi eðalbloggara (í tenglalista) meðan ég brýt saman þvottinn fæ ég skyndilega verk fyrir brjóstið yfir svölunum sem við skoðuðum og fylgdu íbúð sem við ákváðum að hafa ekki efni á. Þetta voru undarlega "óhentugar" svalir, einhvers konar lítið skot sem greinilega komst aldrei sólarglæta á. Íbúðin var búin öðrum betri svölum þar sem hægt var að vera með stóla og borð og skála í pastís á góðum eftirmiðdegi. Litla skotið var búið eðalhengirúmi. Þetta skot er líklega það sem ég sakna langmest úr öllum íbúðunum sem ég skoðaði.En það þarf ekki eðalhagfræðing til að sjá að ég hefði ekki verið að njóta hengirúmsins með því að vinna daginn út og daginn inn fyrir afborgunum af þessu skuggsæla skoti.
Svona er nú lífið skemmtilegt.
Rödd Þórdísar er falleg. Sólin skín á heiðum himni og ég ætla út um leið og ég er búin að ganga frá hérna og skrifa nokkra tölvupósta.
Lifið í friði.
<< Home