20.4.06

svarið

Svarið við því hvað myndirnar eiga allar sameiginlegt er að þær voru teknar upp á þeim stöðum sem atriðin gerast í. Fullt fullt af myndum hafa verið gerðar í stúdíóum þar sem líkt er eftir stöðum í París.

En nú ætla ég að horfa á upptöku frá Páskadegi á þættinum mínum, "arrêt sur images", sem fjallar víst um Berlusconi, þann mæta mann.

Börnin eru komin með páskaungana, snuddur (fyrir þá sem enn nota slíkt), prinsessur og bækur upp í rúm og tilbúin á góðri leið inn í draumalandið sitt sem er vonandi laust við álver.

Rauðvínið í glösum hjónanna er vínrautt. Ekki rautt. Skrýtið?

Lifið í friði.