superman
Súpermann gerði leikinn æsispennandi eins og hans var von og vísa. Ég hélt nefninlega í smá stund að Eyja væri að auka forskotið en þá kom Erna inn og gerði mér grein fyrir að Eyja hafði gleymt mikilvægu smáatriði.Erna fékk bæði óperubyggingu og rauðvínsglas. Myndin var sem sagt Superman II e. Richard Lester frá 1980 og lyfta kom strax í Eiffel, í maí 1889. Sem er áhugavert í ljósi þess að ég bý á 5. hæð án lyftu og þó er húsið mitt byggt 1960. Sumt stendur dálítið í Frökkunum eins og t.d. að aðgengi veikbyggðara fólks að heimilum sínum þykir ekki nauðsyn.
Svona stendur leikurinn:
Eyja: 3 Sigurbogar
Ghrafn: 3 Eiffelturnar
Björn Friðgeir: 2 Notre Dame
Erna: 3 Opera Garnier
Gummi Gvendarbrunnur: 1 Sacré Coeur
Svo eru nokkur rauðvínsglös ofan í Eyju, Ernu, Hildigunni, Farfuglinum og Ghrafni. Og Björn er með fjöður dansmeyjar úr Rauðu Myllunni í hatti sínum.
13. Í hvaða mynd stekkur Grace Jones úr Eiffel-turninum í fallhlíf?
Aukaspurningin er: Hvaða diskótek stundaði sú díva í París á 9. áratugnum?
Lifið í friði.
<< Home