12.4.06

et encore...

Það er naumast fjörið. David Niven var vitanlega að fara umhverfis jörðina á 80 dögum í mynd eftir Michael Anderson frá 1956. Og auðvitað sá ég Subway með vinum mínum úr barnaskólanum. Mmm hvað Christophe var sætur... þá.

Eyja er búin að jafna leikinn milli hennar og ghrafns. Og komin á annað rauðvínsglasið. Mig langar nú að bjóða Hildigunni eitt líka fyrir að koma með nýja hugmynd, einmitt svona á að leika sér.

Næsta spurning er svo auðveld að það tekur sig varla að spyrja.

12. Í hvaða mynd stoppar Christopher Reeve lyftuna í Eiffelturninum með berum höndum?
Aukaspurningin er þá hvenær kom lyfta í Eiffelturninn?

Lifið í friði.