sumir dagar
Sumir dagar eru þannig að þú gefur uppteknu konunni í viðskiptadeildinni upp ranga dagsetningu og þarft að hringja aftur og leiðrétta og þá hún farin á fund.Sumir dagar eru þannig að barnið þitt er enn og aftur komið með sýkingu í augun.
Sumir dagar eru þannig að þú ert búin að skera gulrætur og kartöflur í fína bita, þú ert að fara setja þetta í örbylgjuofninn í fínu örbylgjugufusuðudollunni en lokið er eitthvað laust, þú reynir að laga það, missir hana úr höndunum beint á hitastillitakkann á eldavélinni sem brotnar af, dollan í gólfið með takkanum og gulrætur og kartöflur út um allt gólf.
Sumir dagar eru bara hreinlega leiðinlegri en aðrir dagar.
Samt er gaman að lifa. Er það ekki annars?
Er hægt að líma takka á eldavélum án þess að skemma snúningsfídusinn sem er bráðnauðsynlegur á eldavélatökkum?
Ef ég fæ mér teljara á síðuna, hvernig ber ég mig að? Er einn teljari betri en annar?
Lifið í friði.
<< Home