20.1.06

klukk

Fernt sem ég hef unnið við:

skrifa símaskrána
gera kaffi handa skógræktarfólki
sendill fyrir bíómynd
aðstoðarklippari stuttmynda

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur (og geri):

Singin' in the Rain
Vertigo
Les Demoiselles de Rochefort
Arsenic and Old Lace

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:

24
Friends
Barnaby
Without a Trace

Fjórar bækur sem ég les oft:

Sjálfstætt fólk
Ástin fiskanna
Bróðir minn LJónshjarta
Arsene Lupin ævintýrin

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Þórsgata 7
6, rue la Boetie
Óðinsgata 7
Hjallasel 22

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.

Sikiley
Ísland
Korsíka
Ibiza


Fjórar síður sem ég kíki daglega á:

Parísardaman er opnunarsíðan
... bloggrúnturinn er farinn svona næstum daglega
og annað er mjög misjafnt, engin síða sem ég er "háð" nema mín eigin...

Fernt matarkyns sem ég held upp á:

Tómatar
Andabringur
Gulrætur
Mangó

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

Reykjavík
Egilsstaðir
Vogar á Vatnsleysuströnd
Sikiley

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Eyja
Hanna litla
Bryn
Huxy

Þar hafið þið það. Fyrirgefið mér þið sem ég klukkaði, það er engin skylda að hlýða þessu ef fólk er orðið leitt á að leika sér.
Ég svaraði þessu hratt og án mikillar umhugsunar og athugið að svörin eru engan veginn forgangsröðuð. Það er nauðsynlegt að átta sig á því. Mjög nauðsynlegt. Ætti að binda í lög. Munið það bara. Ekki gleyma því.
Svo finnst mér líka ástæða til að eftirfarandi komi fram, því ég er svo montin með það: Ég er þunn eftir gærdaginn og er á leið út í kvöld OG annað kvöld. Mætti halda að ég hefði hoppað aftur í tíma, tímans fyrir börnin og kallinn. Gaman að geta ferðast í tíma. Þó það sé í þykjó.
Svo finnst mér líka eftirfarandi mega koma fram: Ég sigraði í kvikmyndakeppni Hjössa Frjálsa í dag. Ég er best. Langbest.

Lifið í friði.