ekki farin
en svolítið búin að vera...Þetta er dálítið magnað að hafa of mikið að gera til að geta bloggað. Ég læt nefninlega tímann sem fer ekki í að sitja fyrir framan tölvuna við þýðingar fara í að hugsa um börnin mín og heimilið. Röng forgangsröðun? Er bloggið mikilvægara en börnin? Veit ekki... alla vega sakna ég pistlanna minna mikið. Gott að einhver saknar mín. Nú skil ég betur að vera týndur í vinnu. Að tapa sér. Já. En reyndar er þetta alls ekki í fyrsta sinn á minni ævi sem ég fæ að kynnast því að vera að kafna í vinnu. Ónei. Þetta kemur nú fyrir endrum og sinnum hjá mér þrátt fyrir meðvitaða ákvörðun um að vinna ekki of mikið.
Það eru margar skemmtilegar getraunir í gangi. Málbein er með bókmenntagetraun og síðast þegar ég vissi var sú sem ég benti á um daginn enn á fullu. Ég hef ekki getað svarað neinu nema einni tónlistarspurningu hjá Tobba Tenór. En það var gúgglsvindl og mér finnst það ekki eins skemmtilegt. Ég get ímyndað mér að fleiri séu í mínum sporum, finnist þeir hálfútundan í þessum yfirmáta erfiðu bókmennta- og tónlistargetraunum. Því ætla ég að hefja laufléttan leik fyrir okkur hin. Ég hugsa um persónu og þið megið spyrja já eða nei spurninga.
Hefst þá leikurinn.
Lifið í friði.
<< Home