merde
Tók að mér þýðingu um helgina. Og verð með túrista á laugardeginum. Og heilt fjölskylduboð fyrir franska hlutann (þeim íslenska væri boðið...). Þetta er alltaf svona. Alltaf allt í einu í þessum frílansabransa. Og aldrei má maður kvarta, því svona koma péningarnir, blessaðir péningarnir í kassann.Annars eyddi ég eftirmiðdeginum með börnunum í La Villette, vísindasafninu. Það er svo frábær staður fyrir börn og minnti mig óþyrmilega á uppkastið að barnakaflanum á netsíðuna sem er hér til skrifað á bréfpoka og geymt ofan í skúffu. Ég ætla að redda því á fínu kjöltutölvunni (er það ekki annars íslenska orðið?) um jólin að læra sjálf að bæta inn á netsíðuna mína. Þá get ég kannski deilt með ykkur nokkrum góðum veitingastöðum sem uppgötvuðust í sumar og margt fleira.
Lifið í friði.
<< Home