ó-óeirðir
gua spyr sig í orðabelg við færsluna hér fyrir neðan hvort vera RUV manna hér í París sé ekki sóun á almannafé.Ég svara: Alger sóun. Ég er búin að veltast um af hlátri að horfa á þá í fréttunum heima.
Ég á heima í 93 sýslunni, á lítinn ljótan bíl með númeraplötum þaðan. Ef þeir hefðu haft vit á að hringja í mig hefðum við getað farið örugg í næturrúnt um hverfin og þeir séð með eigin augum hvernig þeir þrjóskast við að halda áfram að ljúga, af því allir hinir gera það. Þetta er ótrúlegt mál allt saman og verður spennandi að gera það allt upp þegar hægt verður.
Það að Fox skuli líkja þessu við Katarínu er hreinlega ósómi og lygi. Það hafa afar fáir dáið, lítið orðið vart við vopn og af því að einhver grýtti keiluspilkúlu ofan úr einhverri blokk einhvers staðar einu sinni eru nú sýndar myndir af lögreglumönnum þrammandi um með hjálma eins og von sé á keiluspilskúluregni hvað og hverju. Á þessu máli öllusaman sést svo ógurlega vel hvernig allt sem við sjáum í fréttunum er matreitt og soðið eftir löngun fréttamannanna og það er hreint ótrúlegt að fyljgast með því hvað fáir fjölmiðlar þora að segja sannleikann: Það er allt í rólegheitum hér í Frakklandi, líka í úthverfum Parísar, í dag. Það bara hljómar svo illa þvi rólegheit eru jú eins og allir vita ekki fréttnæmt fyrirbrigði.
Ef einhver kvikmyndagerðar- eða sjónvarpsmaður les mig og langar til að koma og taka alvöru myndir af þessum hverfum er ég glöð að fylgja þeim um. Við gætum gert góða alvöru heimildarmynd fyrir lítinn pening. Ég er til. Ég er komin með ógeð á lyginni sem fólk er matað með og hvet sem flesta til að fara nú að slökkva meira á sjónvarpinu og horfa betur á lífið í kringum sig.
Lifið í friði.
<< Home