16.11.05

Bókmenntagetraun

Eins og vanalega er það fyrirsögnin sem er tengill. Í þetta sinn er hún tengill á afar skemmtilega bókmenntagetraun. Ég mæli með þessu, gaman að lesa gamlar spurningar og svör, maður lærir ýmislegt í gúggltækni. Er komið íslenskt orð fyrir gúggl? Ekki segja vefleit eða eitthvað álíka óskemmtilegt. Þarf að vera eitthvað jafnskemmtilegt og gúggl er. Kannski er gúggl bara nógu gott í íslenskuna?
Gúggledígúggl. Já, virkar. Þetta er pottþétt leið til að athuga orð á íslensku. Ef hægt er að edía þau, virka þau.
Vá þetta kenýakaffi er alveg að virka eins og sumir myndu orða það.

Lifið í friði.