11.11.05

athugið II

Ég komst að því mér til mikillar furðu að einn lesandi og náin vinkona mín að auki hafði fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti orðið ánægð með ákveðin úrslit á ákveðnu prófkjöri sem átti sér stað á dögunum. Til að forðast allan misskilning hafði ég engan, ENGAN, áhuga á þessu tiltekna prófkjöri. Hins vegar ákvað ég snemma á bloggferlinum að hafa reglulega svona hanntókíhendin'áméreinusinni þema og misnotaði þannig þetta títtnefnda prófkjör og einn þáttakenda í því.
En mér hefur reyndar gengið mjög illa að koma stjörnuhittingum að í blogginu því auðvitað verður það að tengjast einhverju, má ekki vera bara: "Hey, ég þekki hann!" óp út í loftið, það væri lamað.
Því nota ég tækifærið núna til að segja ykkur að ég var í árgangi með Hilmi leikara og Danna söngvara og hékk í sama hóp og þeir og þáverandi reykingavarnarkona og síðar háttsett SUSa kallaði hópinn menningarsnobbklíkuna OG ég hef setið í bíl á leið í rokna sundlaugarpartý í Avignon með leikaranum sem leikur fósturpabbann í Langi sunnudagstrúlofunardagurinn eða hvað sem myndin hét á íslensku og hann hefur reyndar leikið í öllum Jeunet myndunum, byrjaði sem einmana trúður í Delicatessen, eruð þið ekki búin að sjá hana? Skamm skamm, drífa í því, langtum besta myndin, fyrst og ferskust, og svo lék hann afbrýðisama gaurinn í Amelíu, þann sem hún lætur verða ástfanginn af tóbakssölukonunni óhamingjusömu. Bíllinn var skutbíll og þar sem við vorum mjög mörg voru minnstu konurnar settar í skottið, það var sem sagt dvergurinn ég og smávaxna leikkonan Maria de Almeidos sem lék Anaïs Nin í Henry and June. Við hossuðumst um sveitavegi Suður Frakklands í fanginu hvor á annarri.
Ha! Ef þetta er ekki hanntókíhendin'á mér OG heilsaðimér blogg með afbrigðum vel heppnað þá veit ég ekki hvað það er. Og ef blogger étur þennan pistil, hætti ég að blogga!

Lifið í friði.