máttur orðsins
er mikill og oft er nóg að breyta rangri orðnotkun til að laga ýmislegt sem betur má fara. Gott dæmi um þetta er á síðunni VESTAN (sjá tengil). Harpa er frábær bloggari, gaman að lesa hana og aldrei hefur hún fengið mig til að líða illa þó hún sé kona sem lifir með erfiðum sjúkdómi. Hugrekki og bjartsýni einkenna hana og nú ætla ég að hætta því þetta fer að verða væmið. En ég skipa ykkur öllum að lesa pistil hennar um BARÁTTU. Og svo skipa ég ykkur öllum að breyta hugsunarhætti ykkar. Og svo skipa ég... nei, nú æstist ég eitthvað upp.Það vill oft vera þannig að ef eitt er ekki í lagi heima hjá manni þá fara aðrir hlutir að hætta að vera í lagi líka. Undarlegur andskoti. Þannig fékk ég heimsókn pípara áðan sem komst að þeirri niðurstöðu að ofurhallærislega nýuppgerða baðherbergið á hæðinni fyrir neðan (hvar voru Vala Matt og Oprah, gat ekki einhver hjálpað þeim að velja liti?) er með húðsjúkdóm í lofti og á veggjum út af lélegu baðkari mínu og að ég hafi valið milli þess að láta setja nýtt almennilegt stálbaðkar sem fari UNDIR flísarnar en ekki ofan á þær fyrir 1400 evrur eða borga 150 evrur á þriggja mánaða fresti í viðhald á kíttinu (sem ég gæti svo sem kannski gert sjálf en mér leiðist samt þetta ódýra plastkar með sinni undarlegu hönnun og vil held ég frekar skipta). Hvað skyldi bílaviðgerðin kosta? Íslandsferð um jólin? Í hættu.
Lifið í friði.
<< Home