Jólin koma
Þið sem eruð hneyksluð á fyrirtækjum fyrir að vera byrjuð með jólaauglýsingar og -útstillingar ættuð að kíkja inn á síðu Nönnu og lesa kommentin við smákökuspurninguna. Ég er búin að liggja yfir mögulegum dagsetningum á heimferð í desember og spá og spekúlera í ýmsu varðandi það og var komin með nettan fiðring en við lesturinn fylltist munnur minn af jólabragði og jólastemningin hríslaðist um kroppin.Ég undrast oft hvað mamma var dugleg að baka þangað til að einn veturinn henti hún svo til öllum bakstrinum um páskana. Ég man líka að aðrar mömmur í blokkinni bökuðu þessar skrýtnu kökur eins og gyðingakökur og spesíur. Mamma bakaði piparkökur, loftkökur, vanilluhringi (eða kransa?) og súkkulaðibitakökur. Ég átti lengi í vandræðum með þær því eitt sinn var mamma aðeins of lengi í símanum og á meðan át ég allt deigið og varð hrikalega veik um nóttina. Í dag þykja mér þær hið mesta lostæti enda súkkulaði í þeim. Súkkulaði. MMMM, ha, nei, úpps, matardagbók matardagbók matardagbók. Hugsa um eitthvað annað. Haframjöl, mjólk, tómatar, súkk... ó nei!
Lifið í friði.
<< Home