18.10.05

barnalega konan og vinkona hennar

Það vantar algerlega tvö skemmtileg dæmi í söguna hér neðar um barnalegu konuna.
Hún er alls ekki eina barnalega konan í heiminum og margar vinkvenna hennar tilheyra þessum undarlega hópi fólks. Þannig lenti ein þeirra í því að þegar hún fór til að innrita son sinn í skóla, kom skólastjórinn til hennar þar sem hún stóð í ganginum, klappaði vinalega á öxl hennar og spurði: "Ert þú að koma í 10. bekk hjá okkur vinan?" Hann varð eins og kúkur í framan þegar hún útskýrði erindi sitt og forðaðist hana í nokkurn tíma eftir þetta.

Barnalega konan sjálf kenndi einn vetur valfag í menntaskóla. Hún þurfti afar sjaldan að koma inn á kennarastofuna en það brást ekki, í hvert skipti sem hún gekk þar inn spurði kaffisölukonan hana væmnislega: "Já, vinan, hvað vantar þig?" Og varð alltaf jafn kúkaleg í framan þegar ég sagðist kenna hjá þeim og líklega kúkalegri í hvert skipti.

Lifið í friði.

p.s. þið verðið að kíkja á barnið hennar Möggubest, glænýr tengill hjá mér.