26.7.05

úthýst

Mér virðist hafa verið úthýst úr athugasemdakerfum margra, m.a. mínu eigin. Nærri því alls staðar kemur FAILED eða eitthvað álíka skemmtilegt.
Ekki það að ég hafi neitt ákaflega merkilegt að athuga við annarra manna gáfutal.
Mér finnst reyndar athugasemdakerfisárásir á bloggsíðu Ágústs Borgþórs vera magna fyrirbrigði. Ég myndi ekki láta mig dreyma um að skilja eftir athugasemd hjá honum af hræðslu við að þetta "fólk" finni þá slóðina mína. Hann er víst búinn að hreinsa megnið af þessu út þannig að þið getið kannski ekki séð neitt djúsí hjá honum núna.
En ef þið eruð búin að lesa Potter og langar að skemmta ykkur getið þið farið inn hjá Gvendarbrunni og þaðan yfir á Varríus og séð ýmsar skemmtilegar útfærslur á lokasenunni.

Við verðum að skemmta okkur konunglega í þessum ömurlega skítaheimi eða leggjast niður og deyja. Ódýr hugmynd að sjálfsmorði sem tryggir þér myndbirtingu á forsíðum dagblaða um allan heim og minningarathafnir og grát og gnístran tanna: Einn bakpoki: 1500kr, skósverta 800kr, miði til London með Iceland Express á tilboði aðra leiðina: 5000kr. Mála sig í framan með skósvertunni á flugvellinum. Svindla sér í almenningssamgöngur niður í bæ og alls ekki stoppa, hver sem býður ykkur það. Munið að skrifa kveðjubréfið áður en þið stígið á breska jörð, maður veit aldrei...

Lifið í friði.