25.7.05

ung gröð og rík

með fullt af seðlum, hún var ung, gröð og rík...

Ég vil fá hana strax og ekkert ástarkjaftæð'eða rómantík hér,
ég vil fá hana strax.
Hún er veik fyrir mér og sérhver heilvita maður með augu það sér,
hún er veik fyrir mér...

Feitar konur unna mér í tonnavís
feitar konur síst af öllum konum kýs
feitar konur framar öllum vonum,
ég er ofsóttur af feitum konum...

Ég er mikið partýljón og fer oft síðust heim, en ég reyni samt að forðast allar risastórar samkomur, sérstaklega ef drykkja áfengis tengist þeim. Mér finnst vont og ljótt að sjá of margt fólk of fullt samankomið á einum stað.
Eina bestu Verslunarmannahelgi sem ég hef átt var ég að vinna á Kleppi og fór í bíó og á bar á kvöldin í rólegheitum með úrvalsfólki, þeim sem voru verslunarmenn og fengu því ekki frí, eða sérvitringum sem fara aldrei í tjald. Það var góð helgi.
Önnur góð var fámenn tjaldferð í Landmannalaugar með fín vín og góðar steikur og fokdýra osta. Lúxushelgi.
Ég fæ óbragð í munninn af því að hugsa um rigningarhelgina miklu í Þjórsárdalnum forðum. Þá vorum við vinkonurnar nú glaðar að sjá mömmu og pabba koma sólarhring fyrr að sækja okkur en um var samið. Þó við sætum vissulega í bílnum með ákveðinn fýlusvip til að þau fyndu nú áreiðanlega ekki hvað við vorum ánægðar. Og svo fórum við að sjá Bowie tónleikamynd í Regnboganum um kvöldið og það voru u.þ.b. átta manns í salnum og við settumst öll saman á annan eða þriðja bekk og sungum með. Það var góður endir á vondri helgi.

Eru íslensk popplög ennþá svona déskoti andfemínísk?

Lifið í friði.