10.3.05

Eftir samtal vid ponkommuna i morgunsarid vard thorfin til ad blogga sterkari soknudinum eftir islensku lyklabordi.
Fyrir tha sem hafa radlagt mer er nidurstadan su ad eg neydist til ad kaupa tiuna fra Islandi til ad fa lyklabordid a islensku sem er naudsynlegt fyrir mig. Eg er fegin ad thessi tia var fengin ad lani til prufu. Thad er verra ad eg tyndi nidur ollum skjolum, og postholfinu minu med ollum netfongum.
Thvi bid eg alla sem vilja vera i postsambandi vid mig um ad senda mer post svo eg geti baett theim aftur a listann.
Mer finnst tian annars mjog skemmtilega notendavaen og hlakka til ad geta nytt mer alla kostina fljott og orugglega.
Thad er margt ad skrifa um, hryllilegar frettir fra Irak um skjotandi hermenn og endalaus mord a saklausum borgurum sem komu i ljos thegar their reyndu ad tortima italska bladamanninum a dogunum. Vid skulum ekki gleyma thvi ad thetta undarlega strid sem ma vist ekki kalla strid heldur heitir fridargaesla og a vist ad hjalpa Irokum ad verda menningarleg eins og vid hin, er had med samthykki islenskra yfirvalda og thvi einnig kjosenda thessara somu yfirvalda.
Vid skulum ekki gleyma allri sorginni og hormungunum sem fylgja thvi ad missa fjolskyldumedlim. Daglegt braud i Irak i dag.
I gaer sat eg a bidstofu og las Marie Claire. Eitt af thessum kvennablodum sem vinnur markvisst ad thvi ad brjota konur nidur til ad selja theim meiri snyrtivorur og dyrari silkikluta um leid og bladid thykist vera "alvarlegt" med thvi ad birta greinar um folk sem thjaist til ad vekja lesendur til umhugsunar. Vitanlega er thetta allt saman utpaelt og aldrei er bent a hluti sem gaetu faelt auglysendur fra bladinu. Ekki frekar en i odrum fjolmidlum i heiminum i dag.
I bladinu sem eg las i gaer var grein um drengi fra Angola, tvo braedur sem komu ologlegir til Frakklands fyrir nokkrum arum eftir ad opinber yfirvold i Angola hofdu myrt alla fjolskyldu theirra (foreldrana og fjora braedur) vegna thess ad pabbinn var i rongum flokki. I Angola tidkast thad ad myrda alla fjolskylduna, til ad utryma genum med rangar politiskar skodanir. Thessir drengir bjorgudust vegna thess ad sa eldri var uti i fotbolta med vinum sinum thegar herinn ruddist inn og sa yngri fell i yfirlid og var talinn daudur af hermonnunum.
Braedurnir komu til Frakklands fyrir tilstilli vinar fodur theirra, allslausir. Their fengu inni hja samtokum sem adstoda flottamenn og yngri drengurinn komst i skola. Hann er tolf ara fyrirmyndarnemandi nu fjorum arum seinna. Brodur hans, sem var kominn af skolaskyldu, hefur hins vegar ekki tekist ad fa flottamannalandvistarleyfi og faer thvi hvergi vinnu. Hann er tvitugur og nu a ad reka hann ur landi. Reka burt einu manneskjuna sem sa yngri a eftir i lifinu. Skolinn hans er kominn i malid og allir foreldrar barnanna hafa tekid hondum saman um ad fa yfirvold til ad leyfa honum ad vera afram. Tho er enginn afryjunarrettur thegar buid er ad visa folki ur landi svo malid mun verda flokid. I hopi foreldra eru m.a. logfraedingur sem mun saekja malid fyrir braedurna fritt og atvinnurekandi sem hefur thegar lofad unga manninum vinnu. Malid er ekki hofn, en samkvaemt Marie-Claire voru godar horfur a thvi ad hann fengi landvistarleyfi.
Thad eru thusundir folks i svipudum malum her i Frakklandi sem fa ekki svona ovaenta og sterka hjalp. Tho vinna hundrudir Frakka i ymis konar samtokum sem berjast fyrir retti flottamanna. Og Frakkland er eitt af skastu vestraenu rikjunum thegar kemur ad mottoku flottamanna. Hvar stendur Island? Kemur neyd folks i fjarlaegum londum okkur vid? Kemur Irak okkur vid?

Lifid i fridi.