Stundum, oft, þegar ég les Sigurð pönkhjúkrunarfræðing, finnst mér óþarfi að halda úti bloggi mínu. Hann segir flest sem segja þarf, kemur því yfirleitt skilmerkilega frá sér og boðar gildi sem ég aðhyllist. En svo segi ég mér að aldrei sé góð vísa of oft kveðin og að stundum er ég líka kannski ekki alveg sammála öllu því sem hann segir.
Af því ég veit að ég má það, tók ég ljóð frá honum sem birtist hér:
Það er
langt frá því
að því hlæjandi
að hafið
sem ætlað er
að taka við
svo lengi
sem framleitt er
umfram þarfir
hafi ekki enn
lyft sér upp
úr djúpunum
og
brotið sér
nýjar strandir
úr turnum glerhýsanna
Getum við
lært af hafinu
að fyrirgefa?
Maðurinn er snillingur. Ég vildi óska þess að ég gæti verið svona hreinn anarkisti eins og hann.
Mitt vandamál er að ég efast stöðugt. Ég trúi á guð, ég bið m.a.s. til hans stundum. Samt þoli ég ekki svo margt sem við kemur kirkju og trú, og segist oft vera trúleysingi. Minn guð er kannski einhverjir stokkar og steinar og innri kraftur eins og margir útskýra þetta með í dag því það er auðvitað voða lummó að játa að maður trúir á guð. En ef ég lít virkilega inn í naflann á mér og horfist í augu við staðreyndir, eru þær þannig að ég bið stundum guð um að hjálpa mér. Þessi guð er gamall hvíthærður karl með skegg og mér þykir vænt um hann og ég treysti því að hann muni hlusta á bæn mína og hjálpa mér.
Ég legg kannski heldur ekkert allt of mikið á þennan guð. Ég bið hann t.d. ekki um að stöðva allt stríð í heiminum. Ég bið hann frekar um að veita stríðshrjáðu fólki styrk, og geri mér grein fyrir því að það sem þarf til að stöðva stríð er eitthvað miklu meira en eitt stykki hvíthærður karl í hugarskoti mínu. Mest bið ég hann um að veita sjálfri mér styrk til að komast í gegnum hversdagslífið og auðvitað bið ég hann reglulega um að vernda börnin mín og manninn minn, sem ég óttast stöðugt að verði tekin frá mér.
Ég öfunda fólk eins og Þórberg Þórðarson sem gat gersamlega afneitað trúnni og úthúðað öllu sem að því sneri. Það er alveg jafn mikill "trúarhiti" í því að geta þetta, eins og því að segja að AUÐVITAÐ sé guð til, auðvitað sé hann þarna að vaka yfir okkur. Ég efast stöðugt. Maðurinn minn er eins og Þórbergur.
Það sama gildir um pólitík. Ég er stundum alveg gersamlega týnd þar. Ég er örugglega vinstrisinnuð og kannski ekkert betri en pabbastrákarnir sem kjósa og vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn af því pabbi sagði það. Ég var nefninlega alin upp við Þjóðviljann og óbilandi trú á Svavar Gestsson. Ég er því líklega vinstrisinnuð af því pabbi (held ég, hann hefur aldrei sagt upphátt hvað hann kaus) og mamma voru það. Einu sinni eftir að ég var komin hingað til Parísar og fyrir tíma Internetsins og upplýsingastreymis milli landanna, hringdi ég í mömmu rétt áður en ég fór að kjósa uppi í Sendiráði og spurði hana hvort ég ætti að kjósa Alþýðubandalagið eða Kvennalistann. Hún sagði mér að kjósa frekar konurnar og ég hlýddi því skilyrðislaust.
Styrkur (eða veikleiki?) hægriaflsins liggur, að því mér virðist, fyrst og fremst í því að þar ná menn að trúa á foringja. Velja einn foringja og hann ræður. Dálítið eins og hermenn sem hlýða án þess að spyrja sig spurninga.
Að hafa sannfæringu vinstrimanna, kommúníska, sósíalíska, fískanískalískapíska... felur í sér að afneita miðstýringu, einræði. Þess vegna logar alltaf allt í deilum í vinstri flokkunum. Að líta á það sem eitthvað slæmt er misskilningur. Styrkur okkar vinstrisinnaðra er einmitt að afneita því að falla í þá úlfagryfju að telja að við séum orðin góð. Fullkomin. Að svona sé þetta fínt. Styrkurinn felst í því að við erum meðvituð um að alltaf er hægt að bæta hlutina. Að möguleiki sé að við séum ekki að gera alveg rétt og að leita þurfi lausna.
Vandamál kommúnismans er t.d. aðallega að honum hefur alltaf verið rænt af fasískum körlum sem hafa tekið stjórnina þar sem honum var komið á. Kommúnisminn er fallegasta hugsjón sem til er og ef heimurinn lifði samkvæmt henni væri ekkert til sem héti fátækt og hungursneyð og ekkert stríð. Kommúnisminn er í raun anarkismi. Alla vega minn kommúnismi, sá sem ég aðhyllist og trúi að gæti verið lausnin fyrir land eins og Ísland sem hefur allt of mikla sérstöðu (einangrun og smæð markaðar) til að taka þátt í Matador leiknum við stóru ríkin.
Við erum kannski að sigra smá núna með Baugi sem kaupir búðir í útlöndum, en það getur snúist gegn okkur fyrr en varir og þá verðum við étin með húð og hári af einhverju stóru fyrirtæki sem veltir nú þegar nokkrum ársfjárlögum á mánuði.
Einhver kona utan af landi, meðlimur í Samfylkingunni, sagði í Morgunblaðinu í október að hún vorkenndi Bandaríkjamönnum fyrir að hafa kosið W yfir sig aftur. Ég starði á þessa setningu og hugsaði með mér: í hvaða heimi býr hún eiginlega, man hún virkilega ekki eftir því að við, Íslendingar, kusum ákveðinn mann yfir okkur aftur í síðustu kosningum?
Vinstri öflin bíða afhroð í kosningum á Vesturlöndum þessa dagana. Það er aðallega vegna þess að við höfum ekki einn foringja sem getur gefið eina einfalda ímynd af flokknum og fjöldinn, sem er vanur matandi auglýsingum og kommúníkasjónbrellum samtímans velur heldur þennan styrka og áreiðanlega karl heldur en flokkinn sem deilir innbyrðis.
Ingibjörg Sólrún hefði t.d. verið fullkominn foringi fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum. Össur gat ekki hugsað sér það, ekki frekar en mjög margir kjósendur Samfylkingarinnar. Að vissu leyti skiljanlegt, en samt hefði nú verið spennandi að sjá hverjir réðu inni á þingi í dag ef allir hefðu stillt sér upp bak við hana og leyft henni að leiða flokkinn (til sigurs?).
Ég er týnd. Ég er eyland. Pólitík er tík.
Lifið í friði.
7.12.04
flækt í netinu
Frakkland - la vie!
- PARÍSARDAMAN.COM - upplýsingar mínar um París á íslensku
- Ferðamálaráð Parísar
- Borgarvefur Parísar
- Sendiráð Íslands í Frakklandi
- Frakklandsferðir
- Myllan í Búrgúndý
- Hús í Provence og annað í Auvergne
- Ferðalangur.net
- Útlönd.is
- Ferðastofan.is
Önnur lönd
List
- Anaiki
- Bagga
- Embla Dís
- Hildigunnur
- Kurr í kólibrífugli
- Lóa
- Nornabúðin
- Parísarpési
- Rímorðaleitarvél
- Sigga Kvika
- Sólveig Anspach
- Svartfugl
- Sveitasæla
- Tregawött
Lyst
Vefrit
Móðir jörð
- Framtíðarlandið
- Íslandsvinir
- Landvernd
- Náttúruvaktin
- Hugmyndaflug
- Natturan.is
- Friður.is
- Saving Iceland
Bloggblokk
- Mikki vefur
- Bloglines
- Anna.is
- Arna Vala
- Arngrímur V
- Astasvavars
- Ármann
- Baldvin Kári
- Barbie
- Baun
- Bjarnarblogg
- Byltingarsinnuð Silja
- Chris
- Davíð
- DonPedro
- Dr Gunni
- Einn og átta
- Elías
- Elma veltir vöngum
- Erla Hlyns
- Erna
- Eyja
- EÖE
- Farfuglinn
- Ferðapabbi
- Fjallabaksleiðin
- gaa
- Gallblaðra
- Gen
- ghh
- Gurrí
- Gvendarbrunnur
- Halla
- Hanna litla
- Harpa fyrir vestan austrið
- Heiða
- Hildigunnur
- Hildur Snilldur
- Hnakkus
- Hofteigur
- Hólmfríður Mikka
- Hryssa
- Hugi
- Hugleir
- Hugskot
- Ingalvur
- Ingólfur
- Internetmamman
- Jón Lárus
- Kameljónið Birgitta
- Kókó
- Kristín
- Kristín Svava
- Linda dindill
- Ljúfa
- Maggi Ragg
- Málbein
- Már Högnason
- Nanna bístró
- Pezus heitir Hjörvar
- Prakkari Jón
- Púkinn
- Reykvísk sápa
- Rósa Rut
- Rustakusa
- Siggi Pönk
- Siggi Doktor
- Skrudda
- Sól á Íslandi
- Stebbi stuð
- Stefán
- Steinunn Þóra
- Stinningskaldi
- Sverrir
- Syngibjörg
- Tobbi tenór
- Tóta pönk
- Uppglenningur Group: Blogg fyrir blinda
- Uppglenningur Group: Ljósskáld
- Valur
- Vangaveltur
- Varríus
- Vélstýran Anna
- Væla veinólínó
- Þotustrik
- Þórdís
- Þórður
- Þórunn Gréta
- Örvitinn
Sites en français
Previous Posts
- of skýr mynd
- jólaball, rifrildi og bull um hitt og þetta
- tvær eyjur
- Prófdagur II
- prófdagur I
- tímanna tákn
- vandlæting
- non je ne regrette rien
- til hvers er blogg?
- hana nú!
www.flickr.com
|
<< Home