27.4.05

minimalisminn

Vá, talandi um mínimalsima á Íslandi og fæ blaðið Lifun með Mogganum sama dag. Þar er af nógu að taka í þessari lífssýn eða stefnu eða tísku eða? En er til íslenskt orð? Minnstisminn?
Ég yrði voða leið heima hjá mér með ekkert dót og drasl í kringum mig. En ég skil þó að sumir telji sig þrífast betur í þessu hreina rými og allt í stíl. Þekki gott fólk sem gerir það. Sem betur fer erum við ekki öll eins. Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara hneykslast á fólki, ég sem básúna hér skilningsríki og opinn hug út í eitt. Ha?
Og ég er hætt að vera reið út í fólk sem mér finnst á villigötum. Fékk mína útrás og þakka fyrir það. Bloggið er góð leið til útrásar.

Annars fer öll mín orka í að senda föður mínum góðar og fallegar hugsanir. Hann er á leið undir hnífinn einmitt núna.
Best að hlýða nú Emblunni minni letibloggara og hugleiða smá.

Lifið í friði.